Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er orðaður við spænska stórliðið Barcelona eftir góða dvöl hjá enska félaginu.
Sport á Spáni segir að Arteta sé inni í myndinni hjá stjórn Barcelona til að taka við af Xavi þegar því sambandi lýkur.
Xavi er ekki talinn vera valtur í sessi þessa stundina en þegar að því kemur að hann fer þá er Arteta ofarlega á óskalista Börsunga.
Gengi Barcelona hefur verið í lagi í La Liga en liðið er þó úr leik í Meistaradeildinni sem eru mikil vonbrigði.
Arteta er fertugur og kemur frá Spáni en hann er líkt og Xavi fyrrum leikmaður liðsins og lék þar alveg frá 1997 til 2002.
Arteta hefur ekki starfað á Spáni síðan 2005 er hann var leikmaður Real Sociedad og hélt síðar til Englands.