Það er á hreinu að Ben Chilwell bakvörður Chelsea fer ekki með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótið í Katar.
Chilwell meiddist aftan í læri í gær og segja ensk blöð nú að ljóst sé að HM sé úr sögunni.
Grunur leikur á því að Chilwell hafi rifið vöðvann aftan í læri sem verður til þess að hann missir af stærstum hluta tímabilsins.
Chilwell mun ekki ná heilsu fyrr en þegar það fer að vora en um mikið áfall er að ræða fyrir Chilwell og enska landsliðið.
Chilwell sást ræða það við samherja sína í gær að hann hefði fundið eitthvað rifna en CHelsea á eftir að staðfesta tíðindin.
Chelsea still waiting on scan confirmation but there are real fears that Ben Chilwell's hamstring injury is serious and could keep him out for longer than just the World Cup #cfc https://t.co/ezZIzFZZ7O
— Matt Law (@Matt_Law_DT) November 3, 2022