Söngkonan Shakira er sögð allt annað en sátt við fyrrverandi eiginmann sinn, Gerard Pique.
Pique, sem er varnarmaður Barcelona, og Shakira voru saman í meira en áratug. Þau skildu í sumar.
Pique er sakaður um að hafa haldið framhjá kólumbísku söngkonunni með hinni 23 ára gömlu Clara Chia Marti. Hún er einmitt kærasta miðvarðarins í dag.
Samband Pique og Shakiru er alls ekki sagt gott og samskipti þeirra stirð. Þau eiga tvö börn saman.
Nú er Shakira ósátt við Pique á ný. Það er vegna þess að Pique hefur ekki heimsótt veikan föður hennar á spítala.
Faðir hennar er veikur og telur Shakira að Pique skuldi honum heimsókn eftir að hafa verið með dóttur hans í ellefu ár, þrátt fyrir að þau séu skilin nú.