fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
433Sport

Þetta eru Íslendingarnir sagðir þéna í Köben – Hákon á hálfgerðum lúsalaunum miðað við allt

433
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launalisti FCK í Danmörku fyrir þetta árið hefur verið í umræðunni og þar má finna hvað Íslendingarnir þar á bæ þéna miðað við sögurnar. Salarysport.com segir frá.

Ísak Bergmann Jóhannesson er lang launahæstur af þeim þremur sem eru í aðalliði FCK miðað við listann. Samkvæmt því er Ísak með milljón í laun á viku eða 52 milljónir í árslaun.

Hákon Arnar Haraldsson skoraði í Meistaradeildinni í gær gegn Dortmund en líkt og Ísak er hann 19 ára gamall. Miðað við frammistöðu þá er Hákon ekki á sérstökum launum og þénar aðeins 200 þúsund krónur íslenskar á viku. Líklegt er að þessi tala hækki hressilega.

Árslaun Hákon eru því sögð vera rétt um 10 milljónir króna. Orri Steinn Óskarsson hefur verið að spila með aðalliðinu undanfarið og er hann sagður þéna 6,9 milljónir í árslaun en hann er 17 ára gamall.

Ásgeir Galdur Guðmundsson var keyptur til FCK frá frá Breiðablik í sumar og þénar ögn minna en Orri miðað við listann.

Þetta eru sögð föst laun þeirra félaga en gera má ráð fyrir því að verulegir bónusar fáist fyrir spilaða leiki.

Andreas Cornelius er sagður launahæsti leikmaður FCK með 260 milljónir í árslaun.

Nafn – Vikulaun – Árslaun
Ísak Bergmann Jóhannesson £6,000 £312,000
Hákon Arnar Haraldsson £1,200 £62,400
Orri Steinn Óskarsson £800 £41,600
Ásgeir Galdur Guðmundsson £770 £40,040

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær

Hlátur eða grátur? – Áhugaverð samskipti hjá Salah og Trent á æfingu Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári

Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir á hreinu að þetta sé lélegasti leikmaður í sögu United

Segir á hreinu að þetta sé lélegasti leikmaður í sögu United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur staðfestir komur Marius Lundemo – Hefur margoft unnið norsku deildina

Valur staðfestir komur Marius Lundemo – Hefur margoft unnið norsku deildina
433Sport
Í gær

Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði

Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
433Sport
Í gær

Tap gegn Belgum – Leikið gegn Spánverjum á morgun

Tap gegn Belgum – Leikið gegn Spánverjum á morgun