En það er rétt að hafa í huga að hósti er ekki alltaf af hinu slæma. Hósti er viðbragð sem verndar öndunarfærin og lungun fyrir ryki, sýklum og slími. Eftir því sem bandarísku lungnasamtökin segja þá er ekkert óeðlileg að fá hósta öðru hvoru.
Hósti getur átt margvísleg upptök. Það getur veirusýking sem veldur honum, asmi eða árstíðabundið ofnæmi. En alvarleg heilsufarsvandamál geta einnig komið við sögu, til dæmis krónísk lungnavandamál, krabbamein eða hjartavandamál. Þetta sagði Michael Hanak, lektor við læknadeild Rush University í Chicago. Womens Health Magazine skýrir frá þessu.
Hann benti á nokkrar aðferðir sem geta hjálpað til við að lina hósta.
Hann sagði að einföld leið til að lina hósta sé að skola hálsinn með saltvatni. Það geti stytt tímanns em hóstinn stendur yfir. Þetta getur verið óþægilegt í upphafi en þetta er áhrifarík leið til að drepa bakteríur og draga úr verkjum. Blanda á hálfri teskeið af salti saman við 2,4 dl af vatni.
Engiferte hefur reynst vel við að slá á hósta og mýkja sáran háls. Engifer vinnur einnig gegn bólgum.
Hanak sagði að það geti gagnast að bæta hunangi út drykki, til dæmis te. Það geti dregið úr verkjum og veitt vörn gegn veirusýkingum.
Það að fara í heitt bað eða sturtu getur einnig virkað gegn hósta auk þess sem það getur linað aðra verki. Hitinn opnar æðarnar og haft góð áhrif á slímhimnuna.