fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Raunveruleikaþáttarstjarna í hremmingum – Gleymska hennar varð henni nærri því að bana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 21:00

Maura Higgins - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska raunveruleikaáttastjarnan Maura Higgins skýrði nýlega frá miklum hremmingum sem hún lenti í. Hún gleymdi túrtappa inni í leggöngunum í 90 daga og munaði litlu að það kostaði hana lífið.

Hún skýrði frá þessu í samtali við Mirror. Higgins sagði að vegna gleymda túrtappans hafi hún fengið TSS (toksisk shock syndrome) en það er lífshættuleg bakteríusýking.

Higgins, sem er 31 árs, segist hafa verið sannfærð um að hún myndi ekki lifa þetta af. „Ég er ekki læknir og veit ekki mikið um þetta en ég veit að þú átt ekki að hafa túrtappa inni í þér lengur . . . ég held að það séu níu tímar. Ég var með túrtappa inni í mér í þrjá mánuði,“ sagði hún.

Hún sagði að þegar læknar fundu hann hafi hann setið fastur í leghálsinum og hún hafi verið svo veik að hún hafi ekki vitað hvað var í gangi.

Læknum tókst að fjarlægja túrtappann. Higgins sagðist hafa þurft að yfirgefa sjúkrastofuna, vel ringluð, fljótlega eftir að þeir náðu túrtappanum út því lyktin hafi verið svo hræðileg.

Hún hefur náð sér að fullu og segist sannfærð um að hún muni aldrei aftur gleyma túrtappa inni í sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær