fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Ung kona fannst látin í Svíþjóð – Tvær konur handteknar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fannst 21 árs sænsk kona, sem hafði verið saknað síðan um miðjan október, látin í skógi nærri Vetlanda í suðurhluta Svíþjóðar. Tvær konur, sem einnig eru 21 árs, hafa verið handteknar vegna málsins. Þær eru grunaðar um að hafa svipt hina látnu frelsi.

Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglunnar í gærkvöldi að sögn sænskra fjölmiðla. Fram kom að hinar handteknu hafi verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald og nú sé næsta stig rannsóknarinnar að hefjast, það er að komast til botns í hver atburðarásin var.

Lögreglan sagði að allt frá því að tilkynnt var um hvarf konunnar hafi lögreglan unnið út frá þeirri kenningu að um afbrot væri að ræða, að hún hefði ekki látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja.

Á fundinum kom fram að lík konunnar hefði fundist síðdegis í gær og að lögreglan hafi haft ástæðu til að leita þar sem það fannst. Nú verður lík hennar krufið til að hægt sé að komast að hvað varð henni að bana.

Konan sást síðast fyrir utan næturklúbbinn Nöjet í Vetlanda aðfaranótt 16. október.

Hin látna og hinar handteknu þekktust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum