Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í verslun á Kjalarnesi. Þegar lögreglan kom á vettvang voru þjófarnir farnir af vettvangi. Þeir höfðu brotið tvær rúður og stolið tóbaki.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var tilkynnt um innbrot í geymslu. Ekki er vitað hver var að verki eða hverju var stolið.
Einn var handtekinn eftir að hann var stöðvaður í akstri á stolnum bíl. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu.
Fimm ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.