fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Í felum í Hollandi eftir að hafa lúbarið starfsmann Nettó Þönglabakka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 13:30

Nettó í Þönglabakka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt rúmlega tvítugur maður var í gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás á starfsmann Nettó í október árið 2020, þegar árásarmaðurinn var aðeins 19 ára gamall.

Er árásamaðurinn sagður hafa farið inn í Nettó-verslunina og tekið þar vörur að verðmæti 1.265 krónur og yfirgefið versluna án þess að greiða fyrir vörurnar. Þá hafi starfsmaður verslunarinnar elt hinn ákærða út og haft afskipti af honum fyrir framan verslunina. Þá hafi hinn ákærði veist að starfsmanninum með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa ítrekað í andlit, allt með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut mar frá vinstra gagnauga niður á kinnbein, skrapsár á kinn, eymsli við netfrót og skrapsár á nefi.

Í dómnum kemur fram að ekki tókst að birta manninum ákæruna en honum var birt fyrirkall þann 28. júní í sumar. Sækjandi í málinu, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, telur að maðurinn hafi farið frá Íslandi til Hollands en ekki er vitað um dvalarstað hans þar.

Eins og gefur að skilja, mætti maðurinn ekki fyrir dóm og var réttað yfir honum að honum fjarstöddum. Var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“