fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Framdekk datt undan bifreið þremur dögum eftir dekkjaskipti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 05:51

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær kom lögreglan að bifreið utan vegar í Mosfellsbæ. Annað framdekkið hafði dottið undan henni og skemmdist bifreiðin mikið við það. Aðeins voru þrír dagar síðan farið var með bifreiðina í dekkjaskipti. Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Á fyrsta tímanum í nótt var akstur ökumanns stöðvaður í Árbæjarhverfi. Reyndist hann vera sviptur ökuréttindum. Vettvangsskýrsla var gerð um málið. En ökumaðurinn hefur greinilega ekki áhyggjur af því að hann er sviptur ökuréttindum því 15 mínútum eftir að afgreiðslu málsins lauk var hann aftur stöðvaður í akstri á sömu bifreiðinni. Önnur vettvangsskýrsla var skrifuð og hald lagt á lyklana að bifreiðinni.

Klukkan 00.35 var ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Klukkan 2 var ökumaður handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var akstur ungrar konu stöðvaður þar sem hún notaði ekki stefnumerki við aksturinn. Hún reyndist vera svipt ökuréttindum. Hún reyndi að villa um fyrir lögreglunni með því að gefa upp ranga kennitölu og að auki fór hún ekki að fyrirmælum lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“