fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Gömul vonarstjarna nálgast lágpunktinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli er sagður nálgast lágpunkt á ferli sínum sem knattspyrnumaður. Fjallað er um hrakfarir hans í enskum miðlum.

Hinn 26 ára gamli Alli er nú á mála hjá Besiktas í Tyrklandi. Hann er þar á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton.

Alli þótt eitt sinn einn mest spennandi leikmaður heims. Nítján ára gamall var hann keyptur frá MK Dons til Tottenham. Þar lofaði hann góðu framan af en svo fór að halla undan fæti. Hann var seldur til Everton í janúar.

Þar byrjaði Alli aðeins einn leik áður en hann var lánaður til Besiktas í sumar.

Í Tyrklandi hefur leikmaðurinn skorað eitt mark í sjö leikjum og alls ekki heillað.

Knattspyrnustjóri Besiktas hefur viðurkennt að hann hafi búist við meira af leikmanninum þegar hann sótti hann.

Tottenham og Everton sömdu þannig í janúar að síðarnefnda félagið myndi ekki borga neitt strax fyrir Alli. Kaupverðið í heild getur þó farið upp í 40 milljónir punda. Það er þó virkilega ólíklegt. Tottenham fær fyrstu tíu milljónir punda kaupverðsins þegar, eða ef, leikmaðurinn spilar tuttugu leiki fyrir Everton.

Þá fær Tottenham 25% af kaupverðinu sem Alli verður seldur á frá Everton. Besiktas getur virkjað klásúlu í lánssamningnum við Everton og keypt Alli á sex milljónir punda, geri félagið svo fyrir janúar. Annars mun Alli kosta félagið átta milljónir punda næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins

Greint frá andláti og dánarorsök opinberuð – Móðirin segir frá hinstu orðum drengsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?

Verður þetta nían sem Arsenal sækir?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar

Martröðin hjá City tekur líklega enda í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“

Rúrik Gísla vann sér inn rúmar 15 milljónir á þremur klukkutímum – „Geðveikt að mæta í viðtal og tala bara um peninga“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi

United borgar 89 milljónir punda í sumar fyrir leikmenn sem eru hjá félaginu – Ratcliffe tekur Sancho sem dæmi