Bandaríski rapparinn Takeoff er látinn eftir að hafa verið skotinn til bana í borginni Houston í Texas, Bandaríkjunum. Samkvæmt TMZ lést rapparinn um klukkan 2:30 um nótt að staðartíma.
Takeoff, sem heitir réttu nafni Kirshnik Khari Ball, var einn af þremur meðlimum rappþríeykisins Migos. Hinir meðlimir sveitarinnar heita Quavo og Offset, fyrst var greint frá því að Quavo hefði einnig verið skotin en það var síðar leiðrétt.
Talið er að Takeoff hafi verið skotinn til bana vegna rifrildis sem braust út vegna teningaleiks í keiluhöll.
Árið 2017 komu Takeoff ásamt Quavo og Takeoff til Íslands og héldu þeir tónleika í Laugardalshöll.