Real Madrid hefur áhuga á að krækja í Gabriel Jesus, sóknarmann Arsenal, næsta sumar. Það er Goal sem heldur þessu fram.
Jesus var sterklega orðaður við Real Madrid í sumar. Þá var hann enn á mála hjá Manchester City.
Það fór þó svo að Arsenal keypti Jesus á um 45 milljónir punda.
Brasilíumaðurinn hefur farið vel af stað í búningi Arsenal, skorað fimm mörk og lagt upp sex í tólf leikjum.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er sagður aðdáandi leikmannsins. Jesus er sagður á fimm manna lista Ítalans yfir framherja sem hann vill fá næsta sumar.
Sem stendur eru þó ekki miklar líkur taldar á að félagaskiptin eigi sér stað, ekki í bili hið minnsta. Það er þó nokkuð ljóst að áhugi Real Madrid er til staðar.