Ekki hefur verið ákveðinn tími fyrir aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aron Magnússyni sem ákærður er fyrir morð á Gylfa Bergmann Heimissyni, við heimili þeirra í Barðavogi um hvítasunnuna.
Í svari héraðssóknara við fyrirspurn DV um málið kemur fram að ekki hafi verið ákveðinn tími fyrir aðalmeðferð og ekki liggi fyrir hvort Magnús Aron verður metinn sakhæfur eða ekki.
„Ekki liggur fyrir niðurstaða yfirmatsmanna varðandi sakhæfi og ekki liggur fyrir hvenær niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir orðrétt í svari frá embætti Héraðssaksóknara.
Ljóst er því að málið er í mikilli óvissu þó að flest bendi til þess að Magnús Aron hafi myrt Gylfa Bergmann og hann hafi verið ákærður fyrir morðið.