Samkvæmt Sky Sports í Þýskalandi hefur Liverpool augastað á Konrad Laimer miðjumann RB Leipzig.
Vitað er til þess að Jurgen Klopp stjóri Liverpool vill ólmur styrkja miðsvæði sitt.
Arthur Melo kom á láni frá Juventus í sumar en hann hefur verið meiddur og virðist eiga litla framtíð á Anfield.
Laimer er 25 ára gamall og er frá Austurríki. Hann verður samningslaus næsta sumar.
Laimer hefur verið lengi í herbúðum Leipzig og samkvæmt Sky hefur Klopp trú á því að hann geti bætt lið Liverpool.