Arsenal hefur aðeins tapað fimm stigum á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og með sama áframhaldi mun félagið setja stigamet sitt í deildinni.
Þannig hefur verið reiknað út að með sama áframhaldi að Arsenal endi í 99 stigum og vinni deildina með sjö stigum.
Um er að ræða útreikning á meðaltali stiga úr leik sem liðin hafa sótt hingað til. Manchester City og Arsenal hafa verið í sérflokki á þessu tímabili.
Með sama áframhaldi munu svo Tottenham og Manchester United klára Meistaradeildarsætin en Liverpool endar í níunda sæti.
Það er þó ólíklegt að þetta verði niðurstaðan í maí en aðeins 12 umferðir af 38 eru á enda.