NBC News skýrir frá þessu og hefur þetta eftir lögreglunni í borginni. Að minnsta kosti 10 sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Fórnarlömbin voru flutt á mörg sjúkrahús í borginni. Ekki liggur fyrir hversu alvarlegir áverkar þeirra eru.
Skotið var á fólkið þar sem það var samankomið utanhúss að halda upp á hrekkjavökuna. Skotið var úr bíl sem var ekið fram hjá fólkinu.
Meðal fórnarlambanna eru 3, 11 og 13 ára börn.
Ekki hefur komið fram hvort vitað hvort vitað sé hver eða hverjir voru að verki eða hvort lögreglan hefur handtekið einhvern vegna málsins.