Samkvæmt því sem kemur fram í skjölunum þá var styrkur rússnesku hersveitanna aðeins 71% í lok ágúst. Einnig kemur fram að þær hafi skort skotfæri og annan útbúnað.
Í einu skjalanna, sem ónafngreindur rússneskur hermaður skrifaði, segir: „Óháð því hversu mörgum vélbyssumönnum þú skiptir út mun vélbyssan ekkert frekar virka ef það eru ekki kúlur í henni.“
Í dagbók, sem rússneskur herforingi skrifaði, kemur eitt og annað fram. Meðal annars merkir hann dagana með „árás“ og „sluppum við að verða umkringdir“ eða nöfn hermanna sem féllu í bardögum. 27. ágúst merkti hann sem „versti dagurinn“.
Þann 13. september náðu úkraínskar hersveitir bænum á sitt vald.
Í skjölunum kemur fram að síðustu vikurnar fyrir ósigurinn hafi Rússarnir átt í vandræðum með að fylgjast með Úkraínumönnunum og rafrænum hernaði þeirra.
Í lok ágúst voru hersveitirnar illa á sig komnar, mannfall, liðhlaup og álag vegna bardaga fór illa með þær. Tvær hersveitir, um sjötti hluti heildarheraflans í bænum, voru aðeins með 20% þess fjölda hermanna sem átti að vera í þeim.