Barcelona er allt í einu að undirbúa brottför miðjumannsins Frenkie De Jong á næsta ári, stuttu eftir að leikmaðurinn gaf út að hann væri ekki á förum.
De Jong var til sölu í sumar en harðneitaði að fara og hefur engan áhuga á að taka næsta skrefið á ferlinum.
Sport á Spáni segir að Barcelona sé nú komið með nóg af genginu innan vallar en liðið er úr leik í Meistaradeildinni.
Vegna spilamennskunnar eru allt að sjö leikmenn til sölu á næsta ári og er De Jong einn af þeim sem mun þurfa að fara.
Sergio Busquets, Memphis Depay, Jordi Alba og Gerard Pique eru einnig leikmenn sem verður skipað að fara.
Fjárhagsvandræði Barcelona eru mikil og mun liðið nýta sér slæmt gengi sem afsökun til að koma þessum leikmönnum burt.