Zlatan Ibrahimovic hefur alltaf verið kokhraustur en hann lék lengi vel með franska félaginu Paris Saint-Germain.
Zlatan er í dag á mála hjá AC Milan á Ítalíu en hann er 41 árs gamall og er ekki að undirbúa að leggja skóna á hilluna.
Svíinn segir að Frakkland sakni sín verulega og að enginn nenni að tala um frönsku úrvalsdeildina eftir að hann yfirgaf PSG árið 2016.
,,Síðan ég yfirgaf Frakkland þá hefur allt verið á niðurleið,“ sagði Zlatan við Canal Plus.
,,það er ekkert til að tala um í Frakklandi. Frakkland þarf á mér að halda en ég þarf ekki á Frakklandi að halda.“
,,Jafnvel þó þú sért með Kylian Mbappe, Neymar og Lionel Messi, það hjálpar ekki því þú ert ekki með Guð.“