Barcelona er búið að játa sig sigrað þegar kemur að miðjumanninum Bernardo Silva sem spilar með Manchester City.
Bernardo var á óskalista Börsunga í allt sumar en Man City hafði engan áhuga á að selja mikilvægan leikmann.
Ensk götublöð greina nú frá því að Barcelona muni ekki reyna aftur við Bernardo og horfi frekar til Newcastle.
Bruno Guimarares er leikmaðurinn sem Barcelona vill fá en hann hefur staðið sig virkilega vel á Englandi.
Brasilíumaðurinn yfirgaf Lyon fyrir Newcastle í janúar á þessu ári en hann kostaði 35 milljónir punda.
Hann verður hluti af brasilíska landsliðinu sem spilar á HM í Katar í nóvember.