fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Breiðablik staðfestir kaup sín á Alex Frey frá Fram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. október 2022 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og Fram hafa gert með sér samkomulag um að Alex Freyr verði leikmaður Breiðabliks.

Alex Freyr hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Alex Freyr er uppalinn hjá Fram og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil þar. Alex Feyr var einn besti hægri bakvörður deildarinnar á liðnu keppnistímabili og hefur vakið athygli fyrir góðan varnarleik og öflugan sóknarleik.

Hann á að baki 139 leiki fyrir meistaraflokk Fram og skorað í þeim 15 mörk.

Ólafur Helgi Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik segir: „Það er mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að Alex muni verða leikmaður Breiðabliks næstu 3 árin að minnsta kosti. Ég er búinn að fylgjast vel með Alex og hans framförum í Fram og tel að hann muni falla vel inn í þá hugmyndafræði og leikstíl sem við höfum í Breiðabliki. Alex er sterkur varnarmaður, með mikla hlaupagetu og góðan hraða, einnig er hann óhræddur við að taka virkan þátt í sóknarleiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafði maðurinn með lúðurinn áhrif á leikmenn Liverpool í gær?

Hafði maðurinn með lúðurinn áhrif á leikmenn Liverpool í gær?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fólki brugðið þegar klámstjarna birtist á síðu þeirra – Senda frá sér yfirlýsingu

Fólki brugðið þegar klámstjarna birtist á síðu þeirra – Senda frá sér yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot