Liverpool hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. Það fer misvel í stuðningsmenn félagsins.
Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins sextán stig eftir tólf leiki. Er þetta versta byrjun liðsins í sjö ár.
Lærisveinar Jurgen Klopp hafa barist um Englandsmeistaratitlinn við Manchester City undanfarin ár. Það er ólíklegt að svo verði í ár. Liverpool er þrettán stigum á eftir City og fimmtán á eftir toppliði Arsenal.
Einn harður stuðningsmaður Liverpool tekur upp viðbrögð sín við öllum leikjum. Hann gerði einnig spá fyrir tímabilið, þar sem hann birti myndband af því er hann spáði Liverpool titlinum.
Nú er búið að taka saman myndband sem sýnir viðbrögð hans á einum stað. Það má sjá hér að neðan.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) October 31, 2022