fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

Breiðablik staðfestir komu Eyþórs en birtu mynd af Alex sem er einnig á leið til Blika

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. október 2022 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur fengið sóknarmanninn Eyþór Aron Wöhler til liðs við sig og gert við hann 2 ára samning. Eyþór Aron kemur til Breiðabliks frá ÍA, þar sem hann hefur leikið undangengin tvö leiktímabi en samningur hans við ÍA rann út eftir að tímabilinu lauk.

Í frétt á vef Blikar.is er hins vegar birt mynd af Alex Frey Elíssyni sem Blikar eru að kaupa frá Fram. Þar er tilkynnt um komu Eyþórs en mynd af Alex eftir undirskrift var birt.

433.is sagði frá því samvkæmt heimildum á föstudag að Alex Freyr hefði skrifað undir hjá Blikum en félagið kaupir hann frá Fram.

Alex Freyr er á myndinni þar sem Eyþór er kynntur.

„Eyþór er kraftmikill sóknarmaður sem getur leyst allar femstu stöður, hann hefur vakið athygli fyrir mikinn dugnað og ósérhlífni auk þess að vera lunkinn fyrir framan mark andstæðingana,“ segir á Vef Blika.

Eyþór kom við sögu í 25 leikjum ÍA á 2022 og skoraði 9 mörk.

Eyþór Aron í treyju Blika

Ólafur Helgi Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik segir: „Við erum mjög ánægðir að hafa náð í Eyþór sem hefur mörg karakter einkenni sem við viljum sjá hjá leikmönnum okkar, hann er vinnusamur liðsmaður sem leggur sig alltaf allan fram fyrir liðið. Einnig hefur hann sýnt að hann hefur markanef og 9 mörk í 25 leikjum bera vott um það. Við teljum að Eyþór hafi mikla möguleika á að bæta sig sem leikmaður í okkar umhverfi og verða enn betri á komandi árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafði maðurinn með lúðurinn áhrif á leikmenn Liverpool í gær?

Hafði maðurinn með lúðurinn áhrif á leikmenn Liverpool í gær?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með

Ætlaði að birta myndir af börnunum sínum en birti óvart þessar myndir af sér naktri með
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fólki brugðið þegar klámstjarna birtist á síðu þeirra – Senda frá sér yfirlýsingu

Fólki brugðið þegar klámstjarna birtist á síðu þeirra – Senda frá sér yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot

Samúel Kári hlýtur væga refsingu fyrir hið grófa brot