Chelsea hefur mikinn áhuga á að kaupa Leandro Trossard frá Brighton í janúar. Breski fjölmiðillinn The Express segir frá.
Belginn hefur farið á kostum með Brighton í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp tvö í tólf leikjum.
Um helgina skoraði Trossard einmitt í 4-1 stórsigri á Chelsea.
Samningur Trossard við Brighton rennur út í janúar. Hann ætti því að vera fáanlegur á afar viðráðanlegu verði í janúar, skrifi kappinn ekki undir nýjan samning.
Graham Potter er nú stjóri Chelsea. Hann var stjóri Brighton fyrr á tímabilinu, áður en hann skipti yfir til Lundúna til að taka við af Thomas Tuchel. Trossard er sagður mjög áhugasamur um að starfa með Potter á nýjan leik.
Trossar er 27 ára gamall og hefur verið á mála hjá Brighton síðan 2019. Hann var þar áður hjá Genk í heimalandinu.