Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, segist vera á mun betri stað andlega á þessari leiktíð en þeirri síðustu.
Englendingurinn skoraði sigurmark United í 1-0 sigri á West Ham í gær. Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er stjóri liðsins, Erik ten Hag, búinn að snúa genginu við og er allt annað að sjá United.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er allt önnur orka í kringum félagið, æfingasvæðið og ég er á mun betri stað hugarfarslega vegna þess,“ segir Rashford.
„Ég átti erfitt uppdráttar á köflum á síðustu leiktíð. Það voru hlutir utan vallar. Það var of oft sem ég var ekki með hausinn rétt stilltan á.“
Markið í gær skoraði Rashford með glæsilegum skalla eftir gott hlaup inn á teiginn.
„Ég þarf að skora aðeins fleiri skallamörk. Ég þarf að koma mér í þessi svæði og þá munu mörkin koma.“