fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Enn ein hryllingssagan af Harvey Weinstein

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. október 2022 22:23

Harvey Weinstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld yfir Harvey Weinstein í Bandaríkjunum vegna meintra kynferðisbrota hans. Hann hefur áður verið dæmdur í 23 ára fangelsi en á rúmlega 100 ára dóm, til viðbótar, yfir höfði sér í yfirstandandi réttarhöldum ef hann verður fundinn sekur.

Hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir, að hafa fjórum sinnum þvingað konur til munnmaka og fleiri brot.

Á fimmtudaginn bar kona ein, sem er aðeins nefnd Ashley M, vitni. Hún starfaði sem dansari við upptökur á „Dirty Dancing: Havana Nights“.

Hún lýsti því hvernig Weinstein braut á henni kynferðislega á hótelherbergi á meðan á upptökum stóð. Deadline og New York Post skýra frá þessu.

Ashley M er ekki eitt fórnarlambanna í þeim málum sem nú er réttað í en var kölluð til að bera vitni. Hún sagði frá reynslu sinni af Weinstein.

Hún var 22 ára þegar hún starfaði við kvikmyndina. Eitt sinn dró Weinstein hana afsíðis í stúdíóinu og bað hana um „nektarnudd“. Þegar hún sagðist vera trúlofuð sagði hann að sögn að hann hefði fengið nektarnudd hjá Gwyneth Paltrow og að þetta myndi vera gott fyrir frama Ashley M.

Þegar hún sagði að hún ætti vera við upptökur sagði hann að sögn: „Það er ég sem ræð hér. Það heyra allir undir mig.“

Hann sagðist síðan ætla að bíða eftir henni svo þau gætu farið saman upp á hótel. Þegar hún yfirgaf stúdíóið síðar um eina útgang þess beið hann eftir henni ásamt aðstoðarkonu sinni, Bonnie Hung. Sagðist Ashley hafa róast við þetta, því nú væri önnur kona til staðar.

Hung sagði henni að sögn að hún þyrfti ekki að vera hrædd og að Weinstein vildi bara tala um framtíðarverkefni við hana.

Fróaði sér yfir hana

Þegar þau komu á hótelið fóru þau þrjú saman upp á herbergi. Það varð Hung eftir fyrir utan og lokaði dyrunum á eftir þeim. Því næst þvingaði Weinstein hana niður í rúmið og afklæddi hana. „Ég geri þetta ekki af því að við ætlum að stunda kynlíf, við kúrum bara nakin,“ sagði hann að sögn.

Hún sagði að þrátt fyrir að hún hafi beðið hann um að hætta hafi Weinstein haldið áfram og sest klofvega ofan á hana og byrjað að fróa sér. Hann hafi síðan haft sáðlát á brjóst hennar og andlit.

„Ég var svo þakklát fyrir að vera ekki nauðgað. Ég man að ég hugsaði um það á meðan ég þurrkaði mér og klæddi mig í flýti áður en ég flýtti mér út,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift