Valgeir Lunddal Friðriksson er sænskur meistari í fyrsta sinn en hann er leikmaður Hacken í efstu deild.
Valgeir spilar stórt hlutverk í liði Hacken og hefur verið lykilmaður á tímabilinu.
Hacken tryggði sér titilinn með 4-0 sigri á Gautaborg í dag en liðið fagnar þeim áfanga í fyrsta skiptið í sögunni.
Hacken er níu stigum á undan Djurgarden sem er í öðru sæti deildarinnar og hefur aðeins tapað tveimur leikjum.
Valgeir lagði upp mark er titillinn var tryggður í dag en hann spilar í hægri bakverði.