Edson Alvarez, leikmaður Ajax, viðurkennir að hann sé mjög vonsvikinn með að vera ekki leikmaður Chelsea í dag.
Alvarez var á óskalista Chelsea í sumar sem lagði fram tilboð en Ajax hafði engan áhuga á að samþykkja svo seint í glugganum.
Alvarez reyndi sitt til að koma félagaskiptunum í gegn en því miður fyrir hann var það án árangurs.
,,Það var áhugi frá Chelsea en enginn bjóst við að þeir myndu koma með annað tilboð. Staðan var mjög erfið,“ sagði Alvarez.
,,Ajax gat ekki gert mikið því þeir voru ekki með mann í minni stöðu. Auðvitað reyndi ég eins mikið og ég gat en ég vildi ekki fara yfir strikið.“
,,Ég veit hvaða ábyrgð ég ber innan klúbbsins. Ég er mjög vonsvikinn en á saka tíma er ég viss um að eitthvað stórlið muni sækja mig á ákveðnum tímapunkti.“