Arsenal 5 – 0 Nottingham Forest
1-0 Gabriel Martinelli(‘5)
2-0 Reiss Nelson(’49)
3-0 Reiss Nelson(’52)
4-0 Thomas Partey(’57)
5-0 Martin Ödegaard(’78)
Arsenal var í stuði í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við nýliða Nottingham Forest á heimavelli.
Forest kom á óvart í síðustu umferð og vann Liverpool 1-0 en það sama var ekki upp á teningnum í dag.
Arsenal vann að lokum sannfærandi 5-0 þar sem Reiss Nelson skoraði tvennu fyrir heimamenn.
Nelson kom inná á 27. mínútu eftir meiðsli Bukayo Saka og nýtti tækifærið heldur betur.
Vængmaðurinn skoraði ekki aðeins tvö mörk heldur lagði upp eitt á Thomas Partey.
Arsenal komst aftur á toppinn með sigri og er tveimur stigum á undan Manchester City sem er í öðru sæti.