fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Afkomendur Nonna senda frá sér tilkynningu vegna bókar um kynferðisofbeldi – „Ofbeldið var ekki framið af Nonna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. október 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afkomendur Jóns Hafsteins Oddssonar, Nonna, sjá sig knúna til að senda frá sér tilkynningu vegna útgáfu bókarinnar Álfadalur – Sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess. 

Afkomendurnir gera ekki athugasemd við útgáfu bókarinnar heldur vilja leiðrétta misskilning sem komið hefur upp í tengslum við útgáfuna, að Nonni sé ofbeldismaðurinn í sögunni. Í kynningartexta um bókina í Bókatíðindum segir meðal annars:

„Í þessari bók rekur Guðrún Jónína Magnúsdóttir sögu móður sinnar, Sigurbjargar Oddsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi. Þetta er saga harðrar lífsbaráttu, hroðalegrar grimmdar og lamandi meðvirkni svo lesandann rekur í rogastans. En það er líka saga af ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk konu sem tekst að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyri hörmuleg áföll.“ 

Ofbeldismaðurinn var faðir þeirra

Sævar Þór Jónsson sendir frá sér tilkynninguna fyrir hönd afkomenda Jóns Hafsteins Oddssonar og er hún eftirfarandi:

„Að gefnu tilefni vill Sævar Þór Jónsson lögmaður fyrir hönd umbjóðenda sinna, afkomenda Jóns Hafsteins Oddssonar (Nonna) og Guðmundu Jónínu Guðmundsdóttur (Mundu), koma eftirfarandi á framfæri vegna útgáfu bókarinnar Álfadalur: Sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur.

Eins og fram kemur í Bókatíðindum rekur höfundur sögu móður sinnar í bókinni, Sigurbjargar Oddsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi sem þola mátti hræðilegt kynferðisofbeldi. Með ofangreint í huga og fjölda ábendinga og misskilnings sem upp hefur komið, telja afkomendur Nonna og Mundu sig nauðbeygða að árétta að ofbeldið var ekki framið af Nonna, en hann var oftast kenndur við Álfadal þar sem hann bjó lengi.

Hið rétta er að ofbeldismaðurinn var faðir þeirra Nonna og Sigurbjargar, Oddur Valgeir Gísli Guðmundsson. Afkomendur Nonna og Mundu vonast til að útgáfa bókarinnar auki vitund lesenda og opni og styrki enn frekar umræðu og baráttu samfélagsins gegn kynferðisofbeldi, þöggun og meðvirkni.

Sævar Þór Jónsson, lögmaður, lrl, MBA“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Í gær

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið