fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Dásamlegar kotasælubollur sem eru unaðslega góðar heitar með smjöri

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 30. október 2022 11:56

Þessar passa vel með sunnudagskaffinu og eru ótrúlega góðar heitar, kotasælubollurnar koma úr smiðju Elínar Heiðu sem gaf út sína fyrstu matreiðslubók í fyrra. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér kemur ein dásamleg uppskrift úr bókinni hennar Elínar Heiðu Hermannsdóttur sem gaf út bókina Börnin baka fyrir jól í fyrra en hæfileikana í bakstri á hún ekki langt að sækja því móðir hennar er engin önnur en Berglind Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar.

Þessar dásamlegu kotasælubollur eru léttar í sér og gott að njóta þeirra þegar þær eru nýbakaðar með smjöri og osti. Það er einfalt að útbúa þær og þær eru fullkomnar með sunnudagskaffinu, ekkert betra en að dekra aðeins við sig og sína um helgar.

Þessa verðið þið að prófa.

Kotasælubollur Elínar Heiðu
20-22 stykki
120 g smjör
380 ml nýmjólk
3 msk. sykur
1 poki þurrger (11,8 g)
840 g hveiti
1 ½ tsk. salt
300 g kotasæla
1 pískað egg
Fræ að eigin vali

Bræðið smjörið í potti og hellið mjólkinni saman við þegar bráðið. Hitið saman við vægan hita þar til ylvolgt (hægt er að setja fingurinn ofan í án þess að finnast blandan heit). Hellið mjólkurblöndunni þá yfir í skál/könnu og hrærið sykrinum og þurrgerinu saman við, leyfið að standa á meðan annað er undirbúið (blandan ætti að freyða örlítið á meðan hún stendur). Setjið hveiti og salt í hrærivélarskálina, gott að nota krókinn til að hnoða. Hellið mjólkurblöndunni varlega saman við og hnoðið stutta stund og bætið þá kotasælunni saman við og hnoðið áfram þar til falleg deigkúla fer að myndast upp á krókinn. Gott er að hafa deigið eins klístrað og þið komist upp með, án þess þó að það festist við alla fingur og fleti. Stundum þarf að bæta smá hveiti við en reynið að sleppa við það. Smyrjið stóra skál að innan með matarolíu, hnoðið deigið stutta stund í höndunum og veltið næst upp úr olíunni í skálinni, plastið skálina og leyfið að hefast í 45 mínútur. Skiptið deiginu þá niður í 20-22 hluta, rúllið í bollur og raðið á bökunarpappír á ofnskúffu (þurfið að nota tvær plötur). Hefið aftur í 30 mínútur og hitið ofninn á meðan í 200°C. Penslið með pískuðu eggi og setjið fræ að eigin vali yfir bollurnar. Bakið í um 10-14 mínútur eða þar til bollurnar gyllast vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum