Emma Louise Jones er að gera það gott sem sjónvarpsstjarna í Bretlandi en hún starfar í knattspyrnuþættinum Match of the Day.
Emma þykir vera mjög falleg og er með marga fylgjendur á Instagram eða um 400 þúsund manns.
Hún fær reglulega ljót skilaboð á síðunni og verður fyrir áreiti en í gær ákvað hún að birta ein skilaboðin opinberlega.
,,Þú mátt kasta mér um svefnherbergið ef þú vilt,“ skrifaði einn maður við færslu Emma á Instagram.
Hún er ekki vön að svara fyrir sig opinberlega en birti í þetta skipti skilaboðin og nafngreindi einstaklinginn.
,,Nei, Joshua,“ skrifaði Emma og birti mynd af svarinu eins og má sjá hér fyrir neðan.
Hún hefur fengið töluverðan stuðning eftir þessa ákvörðun og er fólk ánægt með að hún sé nú að taka á þessum skilaboðum hún fær reglulega.