fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Ofbeldisfullur faðir skal sitja áfram í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. október 2022 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem sakfelldur var fyrir ofbeldi gegn dætrum sínum fyrir héraðsdómi og áfrýjaði dómnum yfir sér til Landsréttar skal sitja í gæsluvarðhaldi þar til endanlegur dómur í máli hans liggur fyrir en þó ekki lengur en til 16. desember. Á föstudag staðfesti Landsréttur svofelldan úrskurð héraðsdóms í máli mannsins.

Dómur var kveðinn upp fyrir manninum í janúar og fékk hann eins og hálfs árs fangelsi. Þeim dómi áfrýjaði hann til  Landsréttar, eins og áður segir, og bíður nú endanlegrar niðurstöðu í sínu máli. Hvorki ákæruvaldið né dómstólar vilja að hann gangi laus á meðan hann bíður endanlegs dóms, vegna þess að ástæða sé til að ætla að hann haldi áfram ofbeldisbrotum gegn dætrum sínum. Kúgaði hann dætur sínar til hlýðni með ógnandi hegðun og voru brotin gegn börnunum sögð hafa staðið yfir í mjög langan tíma.

Var hann sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn fjórum dætrum sínum, líkamlegt og andlegt, auk þess að hafa hafa brotið gegn þeim með umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis. Hann var einnig sakfelldur fyrir andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Vara sænska hermenn við
Fréttir
Í gær

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið