fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Starfsmannagleði fékk undarlegan endi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. október 2022 07:40

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan var að nálgast fjögur í nótt þegar tilkynnt var um innbrot á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Ekki var þó allt sem sýndist. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þarna hafði maður sofnað ölvunarsvefni á salefni veitingastaðarins. Hafði hann verið í starfsmannagleði með vinnufélögum sínum. Þegar maðurinn vaknaði var búið að loka veitingastaðnum og þegar hann reyndi að komast út fór innbrotskerfið í gang.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að tvær erlendar konur voru handteknar á hóteli í miðborginni, grunaðar um fjársvik. Voru þær vistaðar fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um slys á veitingastað í Breiðholti um hálftvöleytið í nótt. Maður datt í stiga, hlaut áverka á höfði og missti meðvitund. Var hann fluttur á bráðadeild með sjúkrabíl til aðhlynnningar.

Umferðarslys varð í hverfi 113 laust fyrir kl. 19 í gær. Bíl var ekið á 9 ára barn sem fékk minniháttar áverka á höndum og víðar. Mikil hálka var á vettvangi. Sjúkrabíll kom á vettvang en ekki var talin ástæða til að flytja barnið á sjúkradeild til frekari aðhlynningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Vara sænska hermenn við
Fréttir
Í gær

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið