Jack Grealish, stjarna Manchester City, vill að enskir fjölmiðlar sem og sparkspekingar hætti að bauna á hann meira en aðra leikmenn.
Grealish er oft í enskum fjölmiðlum og hefur verið á milli tannana á sparkspekingum og þar á meðal Graham Souness hjá Sky Sports.
Grealish kostaði Man City 100 milljónir punda í fyrra og kom frá Aston Villa en hefur ekki alveg staðist væntingar á Etihad.
Enski landsliðsmaðurinn kemst ekki bara í blöðin fyrir frammistöðu innan vallar en hann hefur verið gagnrýndur fyrir drykkju og partýstand utan vallar.
,,Mér líður oft eins og ég sé að gera nákvæmlega sömu hluti og aðrir leikmenn en fólk talar um þetta því ég er að þessu. Það er nákvæmlega það sem ég sagði um Souness, hann hefur alltaf eitthvað að segja um mig,“ sagði Grealish.
,,Hann svaraði og sagði að ég gæti ekki tekið við gagnrýni. Ef við svörum fyrir okkur þá getum við ekki tekið við gagnrýni.“
,,Stundum vil ég segja enskum miðlum að láta mig vera og einbeita sér að einhverjum öðrum svo ég geti einbeitt mér að mínum eigin leik. Það eru alltaf þessi læti í kringum mig vegna blaðagreina.“