Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr, hefur þénað ótrúlegar upphæðir á sínum ferli bæði sem leikmaður og utan vallar.
Ronaldo er 37 ára gamall í dag og á hús víðs vegar um Evrópu eftir að hafa spilað á Englandi, Spáni, Ítalíu sem og heimalandinu, Portúgal.
Ronaldo á víst dýrasta glæsibýlið í Portúgal sem kostaði hann 18 milljónir punda sem er engin smá upphæð.
Ronaldo hefur verið orðaður við endurkomu til Sporting Lisbon í Portúgal en þar vakti hann fyrst heimsathygli.
Heimili Ronaldo í einmitt Lisbon er glæsilegt eins og má sjá hér fyrir neðan.