fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Jerry Lee Lewis er látinn

Fókus
Föstudaginn 28. október 2022 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Jerry Lee Lewis, sem var hvað frægur fyrir slagarann sinn Great Balls of Fire, er látinn 87 ára að aldri. Þetta hefur umboðsmaður hans staðfest.

Hann var vinsæll á gullöld rokksins en líf hans einkenndist líka af hneykslum og ofbeldi. Svo virtist um tíma sem að út væri um feril hans þegar hann giftist 22 ára gamall 13 ára frænku sinni, Myru Gale Brown.

Fjölmiðlafulltrúi Lewis segir í yfirlýsingu: „Hann var þarna í upphafinu, með ElvisJohnny CashChuck BerryLittle Richard, Carl Perkins, Fats DominoBuddy Holly og honum og horfði á þá hverfa einn af öðrum þar til hann var einn eftir af þeim sem voru vitni að og sungu við fæðingu rokksins.“

Lewis lést á heimili sínu í Mississippi með sjöundu eiginkonu sinni, Judith, sér við hlið.

Margir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum í dag.

Elton John segir að hann væri ekki þar sem hann er í dag, ef ekki hefði verið fyrir Lewis.

Stephen King segir að Lewis hafi svo sannarlega kunnað á píanó.

Ringo Starr sendir ást til fjölskyldu söngvarans heitna

Ronnie Wood segir að Lewis hafi verið merkilegur maður.

Dave Davies segir að sama hvað Lewis hafi gert í sínu einkalífi verði hann ávallt þekktur fyrir þau gífurlegu áhrif sem hann hafði á heim rokksins.

Gene Simmons segir að einn af frumkvöðlum rokksins sé látinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“