Cristiano Ronaldo hefur klikkað á flestum dauðafærum það sem af er tímabili í Evrópudeildinni.
Ronaldo hefur átt betri daga. Hann er í aukahlutverki hjá Manchester United. Á dögunum var hann þá látinn æfa með varaliði félagsins eftir að hafa neitað að koma inn á í leik og strunsað svo út af Old Trafford áður en honum lauk.
Hann skoraði þó í 3-0 sigri á Sheriff í Evrópudeildinni en klúðraði einnig sínu fimmta dauðafæri.
Enginn hefur klúðrað fleiri í Evrópudeildinni. Who Scored tekur þessa tölfræði saman og er með ákveðna tækni til að reikna út hvað telst til dauðafæris.
Ronaldo reyndi hvað hann gat að komast frá United í sumar en allt kom fyrir ekki.
Samningur Portúgalans rennur út næsta sumar og er nokkuð ljóst að hann fer þá, ef hann verður ekki búinn að yfirgefa Old Trafford strax í janúar.