Casemiro fékk ansi hressilegt olnbogaskot í sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í gær.
United vann leikinn 3-0. Diogo Dalot, Marcus Rashford og Cristinao Ronaldo skoruðu mörkin.
Liðið er komið áfram í næstu umferð keppninnar en þarf að vinna Real Sociedad með tveimur mörkum í lokaumferð riðlakeppninnar til að sigra riðil sinn og fara beint í 16-liða úrslit.
Casemiro var í byrjunarliði í gær. Það var eftir um tuttugu mínútna leik sem hann fékk hressilegt olnbogaskot með þeim afleiðingum að það fossblæddi úr munni hans.
Brasilíski miðjumaðurinn er þó harður af sér og hélt áfram að spila, þar til honum var skipt af velli eftir rúman klukkutíma leik.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.