Óvíst er hvort Erling Haaland spili um helgina þegar Manchester City heimsækir Leicester á morgun í ensku úrvalsdeildinni.
Fantasary spilarar heimsins eru engu nær um hvort Haaland spili eftir svör frá Pep Guardiola stjóra liðsins.
Haaland meiddist í jafntefli gegn Borussia Dortmund í vikunni og hefur sést haltrandi.
„Haaland líður betur en við æfum síðar í dag. Síðan tökum við stöðuna,“ sagði Guardiola sem heldur spilunum þétt að sér.
PEP 💬 He (Haaland) feels better but we train this afternoon and we will assess him in the next few hours.#ManCity
— Manchester City (@ManCity) October 28, 2022