Monza hefur beðið um að fá leik sínum við Bologna í Serie A eftir helgi frestað eftir að leikmaður liðsins, Pablo Mari, varð fyrir stunguárás.
Mari var staddur í kjörbúð í gær þegar stunguárásin átti sér stað. Sex voru stungnir og er einn látinn.
„Ég var með kerruna og barnið mitt var þar ofan í, ég fann allt í einu mikinn sársauka í bakinu,“ sagði Mari.
„Síðan horfði ég á annan einstakling var stunginn í hálsinn. Ég var bara heppin í dag því ég horfði á einstakling deyja fyrir framan mig.“
Monza á að spila við Bologna á mánudagskvöld en vill fresta leiknum þar sem leikmenn liðsins eru sagðir í áfalli eftir að hafa heyrt af árásinni.
Mari er 29 ára gamall og er á mála hjá Arsenal. Hann hefur undanfarin tvö ár verið sendur út á lán og er nú hjá Monza.