fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Næsti heimsfaraldur gæti átt upptök sín í jöklum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. október 2022 13:30

Grænlandsjökull bráðnar hratt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsti heimsfaraldur gæti átt upptök sín i bráðnandi jöklum en ekki leðurblökum eða fuglum. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar á vatni á norðurheimskautasvæðinu.

The Guardian segir að erfðafræðileg rannsókn á jarðvegi og botnlagi Lake Hazen, sem er stærsta ferskvatnið á norðurheimsskautasvæðinu, bendi til að hættan á að veirur berist í nýjan hýsil í fyrsta sinn, geti verið meiri vegna bráðnunar jökla.

Niðurstöðurnar benda til að samhliða hækkandi hita á heimsvísu vegna loftslagsbreytinganna, þá verði líklegra að veirur og bakteríur losni úr frosti í jöklum og sífrera og vakni til lífs á nýjan leik og geti borist í villt dýr.

Til dæmis er talið að miltisbrandsfaraldur, sem braust út 2016 í Síberíu og varð barni að bana og barst í að minnsta kosti sjö til viðbótar, hafi brotist út þegar sífreri bráðnaði í hitabylgju og veiran barst í hreindýr. Þetta var fyrsti faraldur miltisbrands á þessu svæði síðan 1941.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist