fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kínverjar hafa opnað tugi „lögreglustöðva“ erlendis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. október 2022 07:45

Frá Amsterdam. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar hafa opnað að minnsta kosti 54 lögreglustöðvar víða um heim. Allt frá Sa Paolo til Amsterdam hafa kínverskar skrifstofur skotið upp kollinum á síðustu árum. Opinbert hlutverk þeirra er að aðstoða þær milljónir Kínverja, sem búa erlendis, við að endurnýja ökuskírteini sín og skilríki. En í raun er hlutverk þeirra allt annað.

Þetta er mat hollenskra yfirvalda að því er segir í umfjöllun RTL Nieuws um málið en stöðin hefur kafað ofan í þetta mál. Í umfjölluninni kemur fram að lögreglustöðvarnar séu notaðar til að ofsækja landflótta Kínverja sem halda uppi gagnrýni á stjórnarfarið þar í landi, þess utan eru þær ólöglegar að mati hollenskra yfirvalda.

Kínverjar vísa þessum ásökunum á bug.

Samkvæmt því sem samtökin Safeguards Defenders, sem eru spænsk, segja þá hafa yfirvöld í kínversku héruðunum Fuzhou og Qingtian opnað að minnsta kosti 54 lögreglustöðvar víða um heiminn. Í skýrslu samtakanna eru umsvif Kínverja á þessu sviði kortlögð og fram kemur að lögreglustöðvarnar séu í fimm heimsálfum.

Opinbert hlutverk þeirra er að annast endurnýjun ökuskírteina, vegabréfa og aðstoða brottflutta Kínverja við eitt og annað. En í raun er verkefni þeirra að annast „sannfæringaraðgerðir“ þar sem reynt er að þrýsta á fólk, sem er grunað um að gagnrýna kommúnistastjórnina í Kína, um að snúa aftur heim.

RTL Nieuws segir að í opinberu myndbandi, sem kynnir lögreglustöðvarnar, komi fram að verkefni þeirra sé einnig að „takast á við staðbundna og ólöglega glæpastarfsemi sem tengist Kínverjum í útlöndum“.

Rætt er við ungan mann að nafni Wang Jingyu sem flúði til Hollands frá Hong Kong. Hann sagði að starfsmenn lögreglustöðvar í Hollandi hafi haft samband við hann og beðið hann um að snúa aftur heim til að leysa vandamál sín. Einnig var honum sagt að hugsa um foreldra sína í þessu samhengi. Wang Jingyu er eftirlýstur í Kína.

Hann sagði að í framhaldi af þessu hafi hann orðið fyrir kerfisbundnum hótunum og áreiti sem hann telur að kínversk yfirvöld standi á bak við. Honum hafa borist sms með morðhótunum, ógnandi símhringingar og margar sprengjuhótanir hafa verið gerðar í hans nafni. Lögreglan hefur margoft gert húsleit heima hjá honum vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn