Wayne Rooney þjálfari DC United er í fríi þessa dagana en hann er ásamt eiginkonu sinni í Dubai.
Ensk blöð vekja athygli á því að hárið á Rooney sé nú grátt. Hann hefur ítrekað farið í hárígræðslur og nú er það farið að grána.
Rooney er ásamt Phil Bardsley og unnustu hans í ferðinni en þau fóru á grískan veitingastað í gær.
Þangað var líka mættur boxarinn, Amir Khan sem gerði vel við sig í mat og drykk með Rooney og hans ferðafélögum.
DC United komst ekki í úrslitakeppni MLS deildarinnar og því komst Rooney snemma í frí í ár.