fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Hættu að vinna um þrítugt og ferðast nú um heiminn: Ef þau gátu það, getur þú það líka – svona fóru þau að því

Geta ferðast í 60 ár í viðbót – Skynsemi er allt sem þarf

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2016 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hljómar ef til vill dásamlega að hætta að vinna á fertugsaldri og leggja af stað í heimsreisu. Fæst okkar hafa þó efni á því og skuldbindingarnar eru kannski of miklar í hinu daglega amstri. Eða hvað? Jeremy Jacobson og Winnie Tseng eru ósköp venjulegir einstaklingar sem gerðu nákvæmlega þetta. Þau eru hætt að vinna og hafa ferðast til ótal landa á undanförnum mánuðum og það án þess að hafa verið að drukkna í peningum.

Hjónin ákváðu að leggja 70% allra tekna til hliðar þegar þau byrjuðu að vinna. Það var erfitt, en alveg þess virði.
Dásamlegt Hjónin ákváðu að leggja 70% allra tekna til hliðar þegar þau byrjuðu að vinna. Það var erfitt, en alveg þess virði.

Ferðast um allan heim

Þeim tókst með góðu skipulagi að safna nógu miklum peningum til að láta draum sinn rætast. Á undanförnum mánuðum hafa þau ferðast til Mexíkó, Gvatemala, Ekvador, Taívan, Japans og Taílands svo örfá dæmi séu tekin, en þessa stundina eru þau stödd í Malasíu þar sem þau njóta lífsins. Með í för er eins árs sonur þeirra, Julian.

Höfðu meðalgóðar tekjur

Hjónin halda úti bloggsíðu, Go Curry Cracker, þar sem þau deila með lesendum sínum meðal annars því hvernig þau fóru að þessu. Hjónin hættu að vinna fyrir þremur árum og lögðu í heimsreisu. Löngu áður en að því kom lifðu þau ósköp venjulegu lífi, þau höfðu meðalgóðar tekjur og foreldrar beggja voru lágtekjufólk. Þau eru þó bæði með háskólagráðu á bakinu – og námslán sem þau eru að vísu búin að greiða upp.

Lögðu 70% tekna til hliðar

Þegar þau Jeremy og Winnie fóru á vinnumarkað eftir háskólanámið fyrir nokkrum árum ákváðu þau að leggja peningana sína fyrir. Þau settu sér það markmið að 70% allra tekna færi í sparnað á meðan 30% yrðu notuð í ýmsar nauðsynjavörur. Þetta gerðu þau í tíu ár. Þau ákváðu að selja íbúðina sína, bílinn og tóku þess í stað litla íbúð á leigu sem var í göngufæri frá vinnustað þeirra.

Klipptu á stóru útgjaldaliðina

„Til að ná fram hámarkssparnaði þá reyndum við hvað við gátum að taka út stóra útgjaldaliði: Samgöngur (bílinn), húsnæði, mat og afþreyingu,“ segja þau á bloggsíðu sinni. Þau elduðu alltaf mat heima og gengu eða hjóluðu hvert sem þau fóru. Í undantekningartilfellum notuðu þau almenningssamgöngur.

Um leið og þau höfðu safnað nógu miklum peningum ákváðu þau að fjárfesta skynsamlega. Á bloggi sínu segja þau að það að læra að fjárfesta hafi margborgað sig, en að nokkrum árum liðnum áttu þau jafnvirði nokkurra milljóna Bandaríkjadala í verðbréfaeign. Áður en þau lögðu af stað í heimsreisuna seldu þau hluti sína í þeim fyrirtækjum sem þau fjárfestu í og skammta þau sér núna sem samsvarar rúmum 50 þúsund krónum á mánuði sem þau nota í uppihald. Ef fer sem horfir geta þau verið á ferðalagi næstu 60 árin!

Kostar blóð, svita og tár

Þetta var ekki alltaf dans á rósum hjá hjónunum og það hefur kostað blóð, svita og tár að komast á þann stað sem þau eru á í dag. „Ef þú gerir þetta gætu vinir þínir sett spurningamerki við geðheilsu þína. En ferðalagið er skemmtilegt og spennandi og verðlaunin eru alveg þess virði. Hvert er leyndarmálið? Þú þarft ekki að vinna í lottóinu, erfa fúlgur fjár eða hafa heppnina með þér í viðskiptum sem hlutabréf lítilla fyrirtækja. Það eina sem skiptir máli er hversu mikið þú getur sparað,“ segja þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni