fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa

Pressan
Fimmtudaginn 26. desember 2024 13:15

Mynd:Lars G

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæplega tveir mánuðir til jóla og eflaust er marga farið að hlakka til en ekki má gleyma að marga kvíðir fyrir jólunum.

Í huga margra eru jólin fjölskylduhátíð þar sem fólk á góðar stundir saman og nýtur samvista við vini og ættingja. En marga kvíðir jólunum vegna þess að þá er áfengisneysla oft meiri en góðu hófi gegnir og það setur mark sitt á heimilishaldið.

Fyrir nokkrum árum birti sænski lögreglumaðurinn LarsG R grein á Facebook þar sem hann sagði frá reynslu sinni af því að vinna um jólin.

„Lögreglumenn eiga eins og flestir aðrir góðar minningar um jólin. En því miður hafa allir lögreglumenn upplifað hörmulega atburði tengda jólunum. Ákveðnir atburðir gleymast aldrei. Ég ætla hér að segja frá einum slíkum. Atburði sem ég hugsa um ár hvert í aðdraganda jólanna.

Fyrir nokkrum árum var ég á kvöldvakt þann 23. desember. Vaktin var róleg til að byrja með og fáir voru á ferli. Í einbýlishúsum og fjölbýlishúsum sáum við jólatré og aðventuljós lýsa upp. Jólastemningin barst inn í lögreglubílinn.

Seint um kvöldið voru við sendir í verkefni á heimili einu. Það snerist um fjölskyldudeilur. Þegar við komum á vettvang mætti hörmuleg sjón okkur. Út á við var ekki annað að sjá en að um venjulega fjölskyldu væri að ræða. Foreldrar með tvö börn. Fjölskyldan bjó í fallegu húsi. En þegar við gengum inn í húsið fenguð við á tilfinninguna að ekki væri allt sem sýndist.

Í eldhúsinu var hágrátandi konar, hún var örvingluð. Í öðru herbergi sat eiginmaður hennar á stól, hann var greinilega ölvaður. Hann virtist glaður og talaði við sjálfan sig. Í eldhúsinu var búið að henda stólum til, jólamaturinn lá á gólfinu, það var allt í steik.

Við áttuðum okkur á að maðurinn hafði hent matnum á gólfið. Konan var örvingluð yfir hegðun hans, allir þeir draumar sem hún hafði átt um jólahaldið voru brostnir.

Þegar hún hafði róast áttuðum við okkur á að það voru börn á heimilinu. Í stofunni mætti átakanleg sjón okkur. Þar var allt á rúi og stú. Jólatréð lá á hliðinni, það sama átti við um pottablóm og húsgögnum hafði verið kastað til.

Í einu horninu sátu tvö börn, fimm eða sex ára, þau sátu innan um eyðilagðar og hálfopnar jólagjafir. Þau léku með sum af þeim leikföngum sem voru í pökkum sem hafði átt að opna á aðfangadagskvöld. Að sjá voru þau glöð en úr augum þeirra skein eitthvað annað en gleði.

Ég annaðist börnin á meðan félagi minn hringdi í félagsþjónustuna sem sendi fólk á staðinn. Konan og börnin fengu aðstoð við að yfirgefa heimilið til að geta haldið jól með ættingjum sínum.

Ósk mín og starfsfélaga minna er að lögreglan og félagsþjónustan þurfi ekki að takast á við atburði af þessu tagi. Hörmuleg mál eru hluti af starfi okkar og við getum yfirleitt komist í gegnum erfiðar aðstæður og þau áhrif sem þær hafa á okkur.

Jólaósk okkar er að öll börn eigi jól, eins og við viljum öll, þar sem hamingja og gleði ríkir. Og að foreldrarnir séu ekki aðeins til staðar, heldur einnig til staðar tilfinningalega.

Gætið hvers annars um jólin (og eftir jól) og farið hægt í áfengisneysluna.

Gleðileg jól!

LarsG R.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
Pressan
Í gær

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu
Pressan
Í gær

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?