fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Segir Rússa undir miklum þrýstingi – Líklegt að þeir grípi til aðgerða gegn fleiri ríkjum en Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 07:02

Úkraínskir hermenn við brunnið rússneskt ökutæki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það getur verið erfitt að leggja mat á hversu miklar líkur eru á að Rússar muni telja stuðning Vesturlanda við Úkraínu sem raunverulega ógn við fullveldi landsins og muni bregðast við því.“

Þetta sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við Ekstra Bladet.  Hann sérhæfir sig í alþjóðaöryggismálum og heimssýn.

Hann sagði að Rússum finnist þeir vera undir þrýstingi og þeir reyni að hrekja úkraínskar hersveitir aftur á bak og skemma mikilvæga innviði í Úkraínu. „Ef Rússum finnst þetta ekki duga til og þeir eru undir miklum þrýstingi, þá er auðvitað hætta á að þeir flytji aðgerðir sínar lengra út,“ sagði hann.

Í nýrri skýrslu leyniþjónustu danska hersins, sem var birt í gær, kemur fram að enn sé „ólíklegt“ að Rússar vilji lenda í „beinum hernaðarátökum“ við NATO. En einnig kemur fram að auknar líkur séu á að Rússar muni komast að þeirri niðurstöður að áframhaldandi stuðningur Vesturlanda við Úkraínu sé bein ógn við fullveldi Rússlands og yfirráð þeirra yfir eigin landsvæðum eftir „innlimun“ fjögurra úkraínskra héraða í Rússland.

Hansen sagði að ekki sé útilokað að á einhverjum tímapunkti muni Rússar reyna að grípa til aðgerða gegn fleiri ríkjum en Úkraínu. Þetta geti verið ríki sem styðja Úkraínu af miklum krafti. Til dæmis geti þetta verið aðgerðir þar sem reynt verður að hæfa vopnasendingar til úkraínska hersins eða þá að reynt verði að hæfa almenna lestarumferð, bílaumferð eða orkuflutningskerfi. Ef það verði gert, verði það hugsað sem „áreitni“ sem geti haft ákveðinn kostnað í för með sér fyrir ríkin.

Þegar hann var spurður hvenær hann telji að Rússar komist að þeirri niðurstöðu að stuðningur Vesturlanda ógni fullveldi þeirra sagði hann: „Hugsanlega stefnum við þangað.“

Hann sagðist telja að þetta muni gerast í nokkrum stigum og spurningin sé hvort þetta sé ekki byrjað að einhverju leyti: „Við höfum heyrt um nokkur atvik sem við höfum ekki getað fundið skýringu á. Til dæmis skemmdarverk á þýska járnbrautarlestarkerfinu, þar sem óvissa er um hvað gerðist en afleiðingarnar voru miklar. Við höfum einnig heyrt um drónaflug í Noregi. Svo það er hugsanlegt að við séum komin nær þessu stigi,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“