Sky News skýrir frá þessu. Þarna kveður við nýjan tón í röksemdafærslu Rússa fyrir innrásinni en Vladímír Pútín, forseti, hefur ítrekað sagt að með innrásinni eigi að „afnasistavæða“ Úkraínu.
Pavlov sagði að Úkraínubúar hefðu gefið gildi rétttrúnaðarkirkjunnar upp á bátinn. Hann sagði að mörg hundruð sértrúarsöfnuðir væru nú í Úkraínu.
Um 70% Úkraínubúa eru trúaðir og um 60% telja sig tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni.