Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn var handtekinn í Árbæ vegna húsbrots. Hann var vistaður í fangageymslu.
Afskipti voru höfð af einum einstaklingi í austurhluta borgarinnar en hann er grunaður um vörslu fíkniefna.
Í Laugarneshverfi kviknaði í pappakössum í húsi einu. Íbúarnir náðu sjálfir að slökkva eldinn. Lítið tjón hlaust af eldinum.
Nokkrar tilkynningar bárust um minniháttar umferðaróhöpp og þjófnaði úr verslunum.